Sigur lífsins á slóðum Skaftárelda 17. mars 2005 00:01 "Við munum sameina fræðslu, náttúruskoðun, tónleika, helgihald og útivist," segir Ólafía Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Kirkjubæjarstofu sem stendur að þessum viðburði. Hún segir dagskrána hefjast kl. 21 á skírdag með kvöldmessu í Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar. Fyrir hádegi á föstudaginn langa verður dagskrá í tali og tónum sem nefnist Á slóðum Skaftárelda flutt í kapellunni og eftir hádegi verður farið í rútu að útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Frá Hunkubökkum verður svo gengið í stuttum áföngum austur brúnir að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn á Klaustri. Fararstjóri er Jón Helgason frá Seglbúðum. Ólafía segir þetta um átta kílómetra leið og í fyrra segir hún um sjötíu manns hafa tekið þátt í slíkri göngu á föstudaginn langa. Á laugardeginum verður rútuferð austur Síðu og Fljótshverfi og komið verður við í bænahúsinu á Núpsstað. Síðdegis þann dag verða tónleikar í Kirkjuhvoli og á páskadagsmorgun verður svo gengið frá minningarkapellunni að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem hátíðarmessa verður kl. 11. Ólafía segir gönguferðirnar taka mið af veðri og aðstæðum og bendir fólki á að vera vel búið. Þeir sem hafa hug á þátttöku í rútuferðum eru beðnir um að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi miðvikudaginn 23. mars. Þátttaka í gönguferðirnar er öllum opin. Rútuferðin út að Holti kostar 500 kr. og austur í Fljótshverfi 1.500 krónur en frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Upplýsingar eru veittar í síma 487 4645, 892 9650 og hægt er líka að panta á kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.isStokkið á steinum.Mynd/Bjarni Harðarson Ferðalög Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
"Við munum sameina fræðslu, náttúruskoðun, tónleika, helgihald og útivist," segir Ólafía Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Kirkjubæjarstofu sem stendur að þessum viðburði. Hún segir dagskrána hefjast kl. 21 á skírdag með kvöldmessu í Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar. Fyrir hádegi á föstudaginn langa verður dagskrá í tali og tónum sem nefnist Á slóðum Skaftárelda flutt í kapellunni og eftir hádegi verður farið í rútu að útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Frá Hunkubökkum verður svo gengið í stuttum áföngum austur brúnir að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn á Klaustri. Fararstjóri er Jón Helgason frá Seglbúðum. Ólafía segir þetta um átta kílómetra leið og í fyrra segir hún um sjötíu manns hafa tekið þátt í slíkri göngu á föstudaginn langa. Á laugardeginum verður rútuferð austur Síðu og Fljótshverfi og komið verður við í bænahúsinu á Núpsstað. Síðdegis þann dag verða tónleikar í Kirkjuhvoli og á páskadagsmorgun verður svo gengið frá minningarkapellunni að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem hátíðarmessa verður kl. 11. Ólafía segir gönguferðirnar taka mið af veðri og aðstæðum og bendir fólki á að vera vel búið. Þeir sem hafa hug á þátttöku í rútuferðum eru beðnir um að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi miðvikudaginn 23. mars. Þátttaka í gönguferðirnar er öllum opin. Rútuferðin út að Holti kostar 500 kr. og austur í Fljótshverfi 1.500 krónur en frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Upplýsingar eru veittar í síma 487 4645, 892 9650 og hægt er líka að panta á kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.isStokkið á steinum.Mynd/Bjarni Harðarson
Ferðalög Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira