Neita að vinna með Auðuni Georg 14. mars 2005 00:01 „Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“ Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
„Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira