Engin lausn í fréttastjóramáli 14. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. Formaður Félags fréttamanna, Jón Gunnar Grétarsson, og Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fóru á fund Markúsar Arnar Antonssonar klukkan tíu í morgun til að ræða þær kröfur fréttamanna að útvarpsstjóri endurskoðiði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Jón Gunnar segir að tilefni fundarins hafi verið að óska eftir niðurstöðu og rökum fyrir ákvörðun útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Óskað hafi verið eftir fundinum fyrir helgi og af honum hafi orðið morgun. Rætt hafi verið ítarlega á fundinum um ráðningarferlið, ákvörðun útvarpsstjóra, sem hann hafi gert grein fyrir sjálfur, og niðurstöðu Félags fréttamanna. Jón Gunnar segist hvorki ganga sáttur né ósáttur af fundinum en gott sé að menn ræðist við og geri ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum. Málinu sé hins vegar ekki lokið. Aðspurður hvort hann bindi enn þá vonir við að útvarpsstjóri afturkalli ákvörðun sína að ráð Auðun Georg fréttastjóra segir Jón Gunnar að það sé einlæg ósk Félags fréttamanna. Að sjálfsögðu verði hann að bera þá von í brjósti að það komi sú niðurstaða úr þessu þar sem allir verði sáttir og komi uppistandandi út úr þessu. Ekki sé skemmtilegt að lenda í því að vera með fjölmargt óánægt starfsfólk annars vegar og óánægðan útvarpsstjóra hins vegar. Spurður hver næstu skref fréttamanna verði segir Jón Gunnar að stjórn Félags fréttamanna hafi rætt málið lauslega og þá sé félagsfundur í kvöld þar sem nýr kjarasamningur við ríkið verði kynntur. Hann geri ráð fyrir að ráðningarmálin verði einnig rædd á þeim fundi. Ákveðin biðstaða sé þó komin í málið því Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs sem metið hafi umsækjendur, sé í útlöndum og þá sé útvarpsstjóri að fara utan í vikunni á fund. Menn vegi því og meti stöðuna í málinu og hvað gerist næst. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. Formaður Félags fréttamanna, Jón Gunnar Grétarsson, og Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fóru á fund Markúsar Arnar Antonssonar klukkan tíu í morgun til að ræða þær kröfur fréttamanna að útvarpsstjóri endurskoðiði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Jón Gunnar segir að tilefni fundarins hafi verið að óska eftir niðurstöðu og rökum fyrir ákvörðun útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Óskað hafi verið eftir fundinum fyrir helgi og af honum hafi orðið morgun. Rætt hafi verið ítarlega á fundinum um ráðningarferlið, ákvörðun útvarpsstjóra, sem hann hafi gert grein fyrir sjálfur, og niðurstöðu Félags fréttamanna. Jón Gunnar segist hvorki ganga sáttur né ósáttur af fundinum en gott sé að menn ræðist við og geri ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum. Málinu sé hins vegar ekki lokið. Aðspurður hvort hann bindi enn þá vonir við að útvarpsstjóri afturkalli ákvörðun sína að ráð Auðun Georg fréttastjóra segir Jón Gunnar að það sé einlæg ósk Félags fréttamanna. Að sjálfsögðu verði hann að bera þá von í brjósti að það komi sú niðurstaða úr þessu þar sem allir verði sáttir og komi uppistandandi út úr þessu. Ekki sé skemmtilegt að lenda í því að vera með fjölmargt óánægt starfsfólk annars vegar og óánægðan útvarpsstjóra hins vegar. Spurður hver næstu skref fréttamanna verði segir Jón Gunnar að stjórn Félags fréttamanna hafi rætt málið lauslega og þá sé félagsfundur í kvöld þar sem nýr kjarasamningur við ríkið verði kynntur. Hann geri ráð fyrir að ráðningarmálin verði einnig rædd á þeim fundi. Ákveðin biðstaða sé þó komin í málið því Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs sem metið hafi umsækjendur, sé í útlöndum og þá sé útvarpsstjóri að fara utan í vikunni á fund. Menn vegi því og meti stöðuna í málinu og hvað gerist næst.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira