"Það er sama pattstaða í málinu og verið hefur að öðru leyti en því að við munum eiga fund með Markúsi Erni á mánudagsmorgun," segir Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu. Enn er kergja í starfsfólki þar vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki fundað með fólki eins og ráðgert var en Jón Gunnar segist fullviss að það geri hann á mánudaginn. "Honum er ekki stætt á öðru en að svara okkur og því fyrr því betra en á meðan stöndum við föst fyrir í okkar afstöðu og teljum að endurskoða þurfi ráðningu Auðuns."
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)