RÚV: Lausn ekki í sjónmáli 11. mars 2005 00:01 Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira