Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu 10. mars 2005 00:01 Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira