Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu 10. mars 2005 00:01 Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira