Skoða mál Landhelgisgæslunnar 9. mars 2005 00:01 Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira