Auðun Georg ráðinn fréttastjóri 9. mars 2005 00:01 Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira