Mælt með þeim síst hæfa 8. mars 2005 00:01 Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði mæltu í gær með Auðuni Georg Ólafssyni sölustjóra í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann var ekki einn þeirra fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, mælti sérstaklega með af þeim tíu sem sóttu um. „Það er óþarfi að hafa stór orð um þetta, þarna er mælt með þeim umsækjanda sem við snögga yfirsýn virðist ekki sá hæfasti þannig að notað sé stílbragðið úrdráttur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum útvarpsráðsmaður. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, skipar í stöðuna en Félag fréttamanna og Starfsmannafélag RÚV lýstu yfir óánægju sinni með meðmæli útvarpsráðs í gær með því að senda útvarpsstjóra bréf þar sem hann er hvattur til þess að láta fagleg sjónarmið ráða við skipun í stöðuna. „Við bíðum bara eftir ákvörðun Markúsar Arnar og biðjum hann um að láta fagleg sjónarmið ráða,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Sjónvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á fundi útvarpsráðs og létu bóka að pólitískt kjörnir fulltrúar ættu ekki að skipta sér af ráðningum starfsmanna RÚV. „Ég vil ekkert tjá mig um málið á meðan það er í farvegi hjá útvarpsstjóra,“ segir Auðun Georg. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að Auðun Georg hafi uppfyllt best hæfiskröfur miðað við starfsauglýsingu. "Þótt hann sé ungur hefur hann mikla reynslu, bæði af fréttamennsku og rekstri auk þess að hafa stjórnunarhæfileika," segir Gunnlaugur. Spurður hvort það hafi ráðið einhverju um valið að Georg er framsóknarmaður og náinn vinur helstu ráðgjafa Framsóknarflokksins, Björns Inga Hrafnssonar, Páls Magnússonar og Steingríms Ólafssonar segir Gunnlaugur: „Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum.“ Ekki náðist í Markús Örn í gær en líklegt er að hann tilkynni ákvörðun sína í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði mæltu í gær með Auðuni Georg Ólafssyni sölustjóra í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann var ekki einn þeirra fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, mælti sérstaklega með af þeim tíu sem sóttu um. „Það er óþarfi að hafa stór orð um þetta, þarna er mælt með þeim umsækjanda sem við snögga yfirsýn virðist ekki sá hæfasti þannig að notað sé stílbragðið úrdráttur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum útvarpsráðsmaður. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, skipar í stöðuna en Félag fréttamanna og Starfsmannafélag RÚV lýstu yfir óánægju sinni með meðmæli útvarpsráðs í gær með því að senda útvarpsstjóra bréf þar sem hann er hvattur til þess að láta fagleg sjónarmið ráða við skipun í stöðuna. „Við bíðum bara eftir ákvörðun Markúsar Arnar og biðjum hann um að láta fagleg sjónarmið ráða,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Sjónvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á fundi útvarpsráðs og létu bóka að pólitískt kjörnir fulltrúar ættu ekki að skipta sér af ráðningum starfsmanna RÚV. „Ég vil ekkert tjá mig um málið á meðan það er í farvegi hjá útvarpsstjóra,“ segir Auðun Georg. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að Auðun Georg hafi uppfyllt best hæfiskröfur miðað við starfsauglýsingu. "Þótt hann sé ungur hefur hann mikla reynslu, bæði af fréttamennsku og rekstri auk þess að hafa stjórnunarhæfileika," segir Gunnlaugur. Spurður hvort það hafi ráðið einhverju um valið að Georg er framsóknarmaður og náinn vinur helstu ráðgjafa Framsóknarflokksins, Björns Inga Hrafnssonar, Páls Magnússonar og Steingríms Ólafssonar segir Gunnlaugur: „Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum.“ Ekki náðist í Markús Örn í gær en líklegt er að hann tilkynni ákvörðun sína í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira