Þrefaldur verðmunur á mjólk 3. mars 2005 00:01 Verðstríðið er í algleymingi á matvörumarkaði. Það sést greinilega á verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í gær í tíu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir eru þó virkari í stríðinu en aðrir. Bónus er í öllum tilvikum með lægsta verðið en Krónan fylgir fast á hæla þeim og er með næstlægsta verðið í öllum tilvikum nema tveimur. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um lægsta verðið eru verslanirnar Nettó og Fjarðarkaup. Nettó er í tveimur tilvikum með næstlægsta verðið. Í öllum þessum fjórum verslunum er að finna verð sem augljóslega er undir innkaupsverði. Verðmunur á einstökum vörutegundum er mikill, til dæmis er verð á rauðum eplum 364 prósentum hærra í 11/11 en í Bónus. Rétt er að taka fram að bæði í Bónus og Nettó var tilboð á Jonagold eplum. Kílóið kostaði 7 krónur í Nettó og 8 krónur í Krónunni. Mesti verðmunur á mjólk er 181 prósent og er hún einnig dýrust í 11/11. Egils Kristall er 72 prósentum dýrari í 10/11 og 11/11 en í Bónus. Minnstur er munurinn á verði á súrmjólk sem er 35 prósentum dýrari í 11/11 en í Bónus og verð á Rúbín kaffi er 35 prósentum hærra í 11/11 og Nóatúni en í Bónus. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að blaðamenn fóru í allar verslanirnar tíu á sama tíma. Farið var með vörurnar á kassa þar sem verðið var skannað inn. Þá gaf blaðamaður sig fram. Í flestum tilvikum fékk hann að skila vörunum en halda strimlinum, á tveimur stöðum var blaðamönnum gert að greiða fyrir vörurnar. Á listanum sem keypt var eftir var 21 vörutegund en tólf standa eftir. Ástæðan fyrir því eru misstórar og þar af leiðandi ósambærilegar pakkningar, til dæmis á kornflögum og þvottaefni, ófullnægjandi upplýsingar um magn á strimli, til dæmis á osti. Einnig var verðlagning á mismunandi forsendum, stykkjaverð/kílóaverð, til dæmis á agúrkum. Rétt er að taka fram að verðkönnun sem þessi mælir eingöngu verð vöru en ekki þá þjónustu sem veitt er í verslununum. Innlent Neytendur Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verðstríðið er í algleymingi á matvörumarkaði. Það sést greinilega á verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í gær í tíu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir eru þó virkari í stríðinu en aðrir. Bónus er í öllum tilvikum með lægsta verðið en Krónan fylgir fast á hæla þeim og er með næstlægsta verðið í öllum tilvikum nema tveimur. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um lægsta verðið eru verslanirnar Nettó og Fjarðarkaup. Nettó er í tveimur tilvikum með næstlægsta verðið. Í öllum þessum fjórum verslunum er að finna verð sem augljóslega er undir innkaupsverði. Verðmunur á einstökum vörutegundum er mikill, til dæmis er verð á rauðum eplum 364 prósentum hærra í 11/11 en í Bónus. Rétt er að taka fram að bæði í Bónus og Nettó var tilboð á Jonagold eplum. Kílóið kostaði 7 krónur í Nettó og 8 krónur í Krónunni. Mesti verðmunur á mjólk er 181 prósent og er hún einnig dýrust í 11/11. Egils Kristall er 72 prósentum dýrari í 10/11 og 11/11 en í Bónus. Minnstur er munurinn á verði á súrmjólk sem er 35 prósentum dýrari í 11/11 en í Bónus og verð á Rúbín kaffi er 35 prósentum hærra í 11/11 og Nóatúni en í Bónus. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að blaðamenn fóru í allar verslanirnar tíu á sama tíma. Farið var með vörurnar á kassa þar sem verðið var skannað inn. Þá gaf blaðamaður sig fram. Í flestum tilvikum fékk hann að skila vörunum en halda strimlinum, á tveimur stöðum var blaðamönnum gert að greiða fyrir vörurnar. Á listanum sem keypt var eftir var 21 vörutegund en tólf standa eftir. Ástæðan fyrir því eru misstórar og þar af leiðandi ósambærilegar pakkningar, til dæmis á kornflögum og þvottaefni, ófullnægjandi upplýsingar um magn á strimli, til dæmis á osti. Einnig var verðlagning á mismunandi forsendum, stykkjaverð/kílóaverð, til dæmis á agúrkum. Rétt er að taka fram að verðkönnun sem þessi mælir eingöngu verð vöru en ekki þá þjónustu sem veitt er í verslununum.
Innlent Neytendur Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira