Erlent

Miklar vetrarhörkur í Evrópu

Miklar vetrarhörkur ríkja víðast hvar á meginlandi Evrópu. Snjóalög í Hollandi eru víða upp undir 50 sentímetra þykk og ástandið er litlu betra sunnar í álfunni. Í mörgum stórborgum Norður-Ítalíu er fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni að tilefnislausu og í Tórínó mældist 8 stiga frost í morgun. Þykk snjóalög liggja yfir stærstum hluta Norður- og Mið-Grikklands og þar hafa mörg fjallaþorp einangrast. Á Spáni svigna pálmatré Barcelónaborgar undan snjódyngjum og í höfuðborginni Madríd er meiri snjór nú en sést hefur í hálfan annan áratug. Áframhaldandi kuldum er spáð á meginlandinu en á Íslandi er útlit fyrir allt að níu stiga hita um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×