Skilar ánægðara starfsfólki 2. mars 2005 00:01 Starfsmenn úr hinum ýmsu deildum nokkurra verslunarkeðja hafa sest á skólabekk til að auka hæfni sína, þjónustulund og vöruþekkingu. Námið tekur eitt og hálft ár og er sniðið að þörfum verslunarinnar enda fer það fram í Verzlunarskóla Íslands. Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. Hann er starfsmaður á bensínstöð enda er Olíufélagið meðal þeirra fyrirtækja sem standa að náminu með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verzlunarskólanum. Hin fyrirtækin eru Samkaup, Hagkaup og Kaupás. Áður en frímínúturnar hefjast tyllum við Hildur okkur í rauða stóla framan við kennslustofuna og hún lýsir fyrirætlunum með náminu. "Verslunarfagnámið er nýtt af nálinni og er sérhannað fyrir almennt starfsfólk í verslunum. Það eru nú hvorki meira né minna en 12 þúsund manns sem vinna í smásölu hér á landi en nú í fyrsta hópnum eru tuttugu. Upphafslotan miðar að því að styrkja sjálfstraust hvers og eins nemanda, til dæmis með því að fá hann til að standa upp og miðla til hinna og oft skapast miklar umræður í tímum. Kennararnir eru bæði úr þessum skóla og úr atvinnulífinu og nemendur læra hver af öðrum líka. Því þótt þetta fólk eigi margt sameiginlegt í starfinu þá kemur það úr ólíkum áttum og hefur margháttaða reynslu. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum en námið á líka að hafa margfeldisáhrif því nemendurnir eiga að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólksins hver á sínum vinnustað." Nú fjölgar í setustofunni og við fáum tvo af nemendunum til að setjast hjá okkur, þau Guðbjörgu Kristínu Pálsdóttur, starfsmann í Hagkaup í Smáralind og Davíð Fjölni Ármannsson, starfsmann í Byko við Hringbraut. Þau eru bæði ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að mennta sig. "Námið breytir að vissu leyti viðhorfum manns til starfsins og víkkar sjóndeildarhringinn," segir Guðbjörg og Davíð tekur undir það. "Þetta er mjög hagnýtt nám sem á örugglega eftir að skila sér í ánægðara og áhugasamara afgreiðslufólki." Tilveran Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Starfsmenn úr hinum ýmsu deildum nokkurra verslunarkeðja hafa sest á skólabekk til að auka hæfni sína, þjónustulund og vöruþekkingu. Námið tekur eitt og hálft ár og er sniðið að þörfum verslunarinnar enda fer það fram í Verzlunarskóla Íslands. Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. Hann er starfsmaður á bensínstöð enda er Olíufélagið meðal þeirra fyrirtækja sem standa að náminu með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verzlunarskólanum. Hin fyrirtækin eru Samkaup, Hagkaup og Kaupás. Áður en frímínúturnar hefjast tyllum við Hildur okkur í rauða stóla framan við kennslustofuna og hún lýsir fyrirætlunum með náminu. "Verslunarfagnámið er nýtt af nálinni og er sérhannað fyrir almennt starfsfólk í verslunum. Það eru nú hvorki meira né minna en 12 þúsund manns sem vinna í smásölu hér á landi en nú í fyrsta hópnum eru tuttugu. Upphafslotan miðar að því að styrkja sjálfstraust hvers og eins nemanda, til dæmis með því að fá hann til að standa upp og miðla til hinna og oft skapast miklar umræður í tímum. Kennararnir eru bæði úr þessum skóla og úr atvinnulífinu og nemendur læra hver af öðrum líka. Því þótt þetta fólk eigi margt sameiginlegt í starfinu þá kemur það úr ólíkum áttum og hefur margháttaða reynslu. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum en námið á líka að hafa margfeldisáhrif því nemendurnir eiga að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólksins hver á sínum vinnustað." Nú fjölgar í setustofunni og við fáum tvo af nemendunum til að setjast hjá okkur, þau Guðbjörgu Kristínu Pálsdóttur, starfsmann í Hagkaup í Smáralind og Davíð Fjölni Ármannsson, starfsmann í Byko við Hringbraut. Þau eru bæði ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að mennta sig. "Námið breytir að vissu leyti viðhorfum manns til starfsins og víkkar sjóndeildarhringinn," segir Guðbjörg og Davíð tekur undir það. "Þetta er mjög hagnýtt nám sem á örugglega eftir að skila sér í ánægðara og áhugasamara afgreiðslufólki."
Tilveran Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira