"Rannsókn þessara mála er enn í fullum gangi og engar upplýsingar gefnar meðan svo er," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um rannsókn þeirra á Baugsmálinu svokallaða og meintu samráði íslensku olíufélaganna. Bæði málin hafa verið lengi í rannsókn og segir Jón að meðan ekkert sé gefið upp um rannsóknirnar sjálfar megi nú loks sjá fyrir endann á því starfi næstu misseri. Hartnær þrjú ár eru síðan full rannsókn hófst á málum þessum hjá embættinu. aöe