
Innlent
Rúðubrot í Stjórnarráði og Alþingi

Þrír karlmenn um tvítugt voru handteknir undir morgun eftir að þeir höfðu brotið rúðu í Stjórnarráðinu. Um tíu mínútum áður hafði verið brotin rúða í Alþingishúsinu og segir lögregla eftir að kanna hvort sömu menn hafi verið þar að verki. Þeir gista nú fangageymslur. Þá var um tvöleytið í nótt tilkynnt um innbrot í íbúðarhús á Seltjarnarnesi. Þjófurinn hefur spennt upp glugga og komst hann á brott með fartölvu, stafræna myndavél og hundrað og fimmtíu þúsund krónur í peningum.