Höfðu samráð í nýju tjónakerfi 23. febrúar 2005 00:01 Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna. Þrátt fyrir að Samkeppnisstofnun kæmist að þeirri niðurstöðu eftir hartnær sjö ára rannsókn sem lauk í fyrrvavor að tryggingafélögin hefðu á ýmsan hátt farið á svig við samkeppnislög sluppu félögin við sektir en gerð var sátt í málinu. Ábending utan úr bæ sem barst löngu eftir að fyrri rannsóknin fór af stað leiðir nú til þess að tryggingafélögin þurfa að seilast í vasann, ekki djúpt en samt. Tryggingafélögin tóku upp kerfisbundið tjónamat sem heitir Cabas og byggist á ákveðinni reikniformúlu og mælingum árið 2002. Það felur í sér að öll verk og öll tjón eru reiknuð til ákveðinna eininga. Síðan á hvert og eitt félag að semja við viðgerðarverkstæðin um verð fyrir eininguna. Samkeppnisstofnun hafði ekkert við það að athuga. Hins vegar þótti öllu verra að félögin hefðu haft með sér ólögmætt verðsamráð og byðu verkstæðunum sama verð. Það var eigandi bílaverkstæðis sem grunaði að maðkur væri í mysunni og gerði Samkeppnisstofnun viðvart. Rannsókn stofnunarinnar leiddi í ljós að félögin hefðu komið sér saman um fast viðmiðunarverð sem þau hefður boðið verkstæðunum. Þá höfðu félögin einnig samráð um kaup á viðgerðarþjónustu hjá P. Samúelssyni eða Toyota. VÍS bauð fram sættir í málinu eftir að rannsókn fór af stað og viðurkenndi brotið greiðlega. Nokkru seinna fylgdi Tryggingamiðstöðin á eftir og náðust sættir bæði við VÍS og Tryggingamiðstöðina. Sjóvá-Almennar kaus hins vegar að láta reyna á málið fyrir samkeppnisráði. Þrátt fyrir að fyrirtækin teljist jafn brotleg fóru leikar þannig að VÍS á að greiða fimmtán milljónir, Tryggingamiðstöðin 18,5 en Sjóvá-Almennar 27. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir að fyrirtækið telji sig ekki hafa brotið samkeppnislög. Nýtt tjónamatskerfi hafi verið innleitt og það hafi verið gert með hag neytenda í huga og fyrirtækið telji að gögn sýni að Sjóvá-Almennar hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Aðspurður hvort hin tryggingafélögin hafi staðið að ólöglegu samráði, þar sem þau sömdu um sekt, en Sjóvá-Almennar staðið þar fyrir utan segist Þorgils ekki geta svarað fyrir hin félögin en hann telji gögn sýna að félagið hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Það eina sem liggi fyrir sé að félögin hafi staðið saman að því að meta breytingaþörf á einingaverði í nýja tjónamatskerfinu en Sjóvá-Almennar hafi samið við hvert og eitt verkstæði um verð á þjónustunni. Félagið muni því leita til áfrýjunarnefnar samkeppnismála með málið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna. Þrátt fyrir að Samkeppnisstofnun kæmist að þeirri niðurstöðu eftir hartnær sjö ára rannsókn sem lauk í fyrrvavor að tryggingafélögin hefðu á ýmsan hátt farið á svig við samkeppnislög sluppu félögin við sektir en gerð var sátt í málinu. Ábending utan úr bæ sem barst löngu eftir að fyrri rannsóknin fór af stað leiðir nú til þess að tryggingafélögin þurfa að seilast í vasann, ekki djúpt en samt. Tryggingafélögin tóku upp kerfisbundið tjónamat sem heitir Cabas og byggist á ákveðinni reikniformúlu og mælingum árið 2002. Það felur í sér að öll verk og öll tjón eru reiknuð til ákveðinna eininga. Síðan á hvert og eitt félag að semja við viðgerðarverkstæðin um verð fyrir eininguna. Samkeppnisstofnun hafði ekkert við það að athuga. Hins vegar þótti öllu verra að félögin hefðu haft með sér ólögmætt verðsamráð og byðu verkstæðunum sama verð. Það var eigandi bílaverkstæðis sem grunaði að maðkur væri í mysunni og gerði Samkeppnisstofnun viðvart. Rannsókn stofnunarinnar leiddi í ljós að félögin hefðu komið sér saman um fast viðmiðunarverð sem þau hefður boðið verkstæðunum. Þá höfðu félögin einnig samráð um kaup á viðgerðarþjónustu hjá P. Samúelssyni eða Toyota. VÍS bauð fram sættir í málinu eftir að rannsókn fór af stað og viðurkenndi brotið greiðlega. Nokkru seinna fylgdi Tryggingamiðstöðin á eftir og náðust sættir bæði við VÍS og Tryggingamiðstöðina. Sjóvá-Almennar kaus hins vegar að láta reyna á málið fyrir samkeppnisráði. Þrátt fyrir að fyrirtækin teljist jafn brotleg fóru leikar þannig að VÍS á að greiða fimmtán milljónir, Tryggingamiðstöðin 18,5 en Sjóvá-Almennar 27. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir að fyrirtækið telji sig ekki hafa brotið samkeppnislög. Nýtt tjónamatskerfi hafi verið innleitt og það hafi verið gert með hag neytenda í huga og fyrirtækið telji að gögn sýni að Sjóvá-Almennar hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Aðspurður hvort hin tryggingafélögin hafi staðið að ólöglegu samráði, þar sem þau sömdu um sekt, en Sjóvá-Almennar staðið þar fyrir utan segist Þorgils ekki geta svarað fyrir hin félögin en hann telji gögn sýna að félagið hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Það eina sem liggi fyrir sé að félögin hafi staðið saman að því að meta breytingaþörf á einingaverði í nýja tjónamatskerfinu en Sjóvá-Almennar hafi samið við hvert og eitt verkstæði um verð á þjónustunni. Félagið muni því leita til áfrýjunarnefnar samkeppnismála með málið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira