Orðlaus yfir sýknudómi 23. febrúar 2005 00:01 Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira