Ódýrara að taka lán fyrir skálanum 21. febrúar 2005 00:01 Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“ Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira