Stjörnuhrap í Ásgarði 21. febrúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Sjá meira