Myndband af líkamsárás á Netinu 19. febrúar 2005 00:01 Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira