Jafnt í Ásgarði 19. febrúar 2005 00:01 Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira