Vopnað rán var framið í Árbæjarapóteki um hádegisbil í dag. Tveir hettuklæddir menn í samfestingum vopnaðir hnífum komu inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki án þess þó að meiða neinn. Þeir létu greipar sópa í lyfjaskápum apóteksins en komust ekki í peningakassa. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tóku þeir lyf sem fíkniefnaneytendur sækja mikið í, eins og rítalín. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en lögregla leitar ræningjanna.