Aganefndin haldi trúverðugleika 17. febrúar 2005 00:01 Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira