Eldur í bílskúr í Keflavík

Eldur kom upp í bílskúr í Keflavík seint í gærkvöldi en búið er í bílskúrunum. Íbúinn var ekki heima en þegar nágrannar urðu varir við reyk var kallað á slökkvilið. Þegar það kom á vettvang var eldurinn sjálfdauður, líklega vegna súrefnisskorts, því allir gluggar voru lokaðir. Miklar skemmdir urðu af völdum reyks. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá leslampa.