
Innlent
Tekinn með 35 kíló af hassi
Íslenskur maður á fertugsaldri var tekinn með 35 kíló af hassi í bíl sínum á Jótlandi í Danmörku í síðustu viku. Maðurinn var tekinn við umferðareftirlit þegar hann kom akandi til Danmerkur frá Þýskalandi. Talið er að maðurinn hafi keypt hassið í Hollandi. Hann er nú í haldi dönsku lögreglunnar og fer hún með rannsókn málsins.
Fleiri fréttir
×