Mynd sem leynir á sér Egill Helgason skrifar 15. febrúar 2005 00:01 Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira