Álag og forgangsröðun valda töfum 14. febrúar 2005 00:01 Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. Héraðsdómur Reykjaness frestaði á föstudag ákvörðun um refsingu tveggja 19 ára pilta sem ákærðir höfðu verið fyrir innbrot og annar þeirra einnig fyrir ölvunarakstur. Brotin frömdu þeir þegar þeir voru 17 ára, í nóvember 2003, og lauk rannsókn málsins í mánuðinum á eftir. Það liðu hins vegar 14 mánuðir þar til ákæra var gefin út og sagði dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness í dómi sínum að dráttur þessi væri óhæfilegur og óskýrður. Hann bryti í bága við lög um meðferð opinberra mála, væri í andstöðu við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að hjá embættinu séu alvarlegri og erfiðari mál látin vera í forgangi og minni mál látin bíða á meðan. Þessi forgangsröðun sé að ósk ríkissaksóknara. Guðmundur segir fjölda mála hafa aukist mjög en engu að síður sé málastaðan hjá hans embætti góð. Hann segir sömu stöðu hjá öðrum sýslumannsembættum. Þá segir Guðmundur að vegna ástandsins, fjölda mála og fárra starfsmanna eigi eitthvað í þá veru sem hér um ræðir eftir að gerast aftur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. Héraðsdómur Reykjaness frestaði á föstudag ákvörðun um refsingu tveggja 19 ára pilta sem ákærðir höfðu verið fyrir innbrot og annar þeirra einnig fyrir ölvunarakstur. Brotin frömdu þeir þegar þeir voru 17 ára, í nóvember 2003, og lauk rannsókn málsins í mánuðinum á eftir. Það liðu hins vegar 14 mánuðir þar til ákæra var gefin út og sagði dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness í dómi sínum að dráttur þessi væri óhæfilegur og óskýrður. Hann bryti í bága við lög um meðferð opinberra mála, væri í andstöðu við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að hjá embættinu séu alvarlegri og erfiðari mál látin vera í forgangi og minni mál látin bíða á meðan. Þessi forgangsröðun sé að ósk ríkissaksóknara. Guðmundur segir fjölda mála hafa aukist mjög en engu að síður sé málastaðan hjá hans embætti góð. Hann segir sömu stöðu hjá öðrum sýslumannsembættum. Þá segir Guðmundur að vegna ástandsins, fjölda mála og fárra starfsmanna eigi eitthvað í þá veru sem hér um ræðir eftir að gerast aftur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira