Tagliatelle al pomodoro e basilico 11. febrúar 2005 00:01 Anna Sigríður Helgadóttir söngkona eldar oft pastarétti. Hér eru tvær uppskriftir að gómsætum réttum. 500 g tagliatelle4-5 hvítlauksrif4-5 perutómatarfersk basillauf. Ólífuolía (extra virgin) er sett á pönnu og hituð. Hvítlaukurinn skorinn í frekar stóra bita, settur út í olíuna og brúnaður. Þegar hann er orðinn gullinn á litinn er hann veiddur upp úr olíunni. Þá er niðurskornum tómötum blandað út í olíuna og hitinn hækkaður. Þegar tómatarnir eru orðnir að mauki og skinnið allt orðið krullað eru basillaufin rifin yfir allt og blandað saman. Mikilvægt er að sjóða ekki pastað of mikið og hella vatninu af því. Sósunni hellt yfir pastað og hrært saman. Gott er að rífa parmesan- eða granaost yfir. Spínat og tómatsalat500 g spínat250 g kirsuberjatómatarólífuolíabalsamediksalt Spínatið skolað og sett í skál. Tómatar skolaðir, skornir í tvennt og bætt út í spínatið. Ólífuolíunni og balsamedikinu (frá Modena) hellt vel yfir. Ekki spara balsamedikið. Að endingu er salti drussað yfir allt salatið í skálinni með tveimur fingrum og öllu velt upp úr vökvanum. Pastaréttir Salat Uppskriftir Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona eldar oft pastarétti. Hér eru tvær uppskriftir að gómsætum réttum. 500 g tagliatelle4-5 hvítlauksrif4-5 perutómatarfersk basillauf. Ólífuolía (extra virgin) er sett á pönnu og hituð. Hvítlaukurinn skorinn í frekar stóra bita, settur út í olíuna og brúnaður. Þegar hann er orðinn gullinn á litinn er hann veiddur upp úr olíunni. Þá er niðurskornum tómötum blandað út í olíuna og hitinn hækkaður. Þegar tómatarnir eru orðnir að mauki og skinnið allt orðið krullað eru basillaufin rifin yfir allt og blandað saman. Mikilvægt er að sjóða ekki pastað of mikið og hella vatninu af því. Sósunni hellt yfir pastað og hrært saman. Gott er að rífa parmesan- eða granaost yfir. Spínat og tómatsalat500 g spínat250 g kirsuberjatómatarólífuolíabalsamediksalt Spínatið skolað og sett í skál. Tómatar skolaðir, skornir í tvennt og bætt út í spínatið. Ólífuolíunni og balsamedikinu (frá Modena) hellt vel yfir. Ekki spara balsamedikið. Að endingu er salti drussað yfir allt salatið í skálinni með tveimur fingrum og öllu velt upp úr vökvanum.
Pastaréttir Salat Uppskriftir Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið