Nýtt varðskip á næsta ári 8. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira