Starfið gefandi og skemmtilegt 8. febrúar 2005 00:01 "Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is Nám Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is
Nám Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira