Vinnan oft ágætis líkamsrækt 8. febrúar 2005 00:01 Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært." Heilsa Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært."
Heilsa Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp