Skortir grunnþekkingu varnarleiks 3. febrúar 2005 00:01 Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. "Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktíkinni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,” segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórliðin Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. “Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnarleik.” Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kortlagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aftur. “Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handboltans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinnar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,” segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. “Þorbjörn Jensson var til dæmis heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálfari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta misjafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,” segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. “Viggó Sigurðsson sagði sjálfur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,” segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönnum að spila vörn. “Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlutverk manna í vörninni er. Ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.” Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. "Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktíkinni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,” segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórliðin Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. “Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnarleik.” Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kortlagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aftur. “Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handboltans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinnar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,” segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. “Þorbjörn Jensson var til dæmis heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálfari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta misjafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,” segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. “Viggó Sigurðsson sagði sjálfur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,” segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönnum að spila vörn. “Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlutverk manna í vörninni er. Ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira