Menning

Styrkir samband foreldris og barns

"Munurinn á okkar tónlistarnámi og öðru er að foreldrarnir eru alltaf með í tímunum hjá okkur," segir Anna Margrét Jóhannsdóttir hjá Suzuki tónlistarskólanum í Reykjavík. Anna Margrét segir flesta nemendur byrja um 4 ára aldurinn og mæta þá í einkatíma einu sinni í viku með foreldri. "Foreldrar fá foreldrafræðslu í byrjun. Þar læra þau hvernig þau geta stutt við bakið á barninu og tekið þátt í náminu. Við köllum þessa aðferð móðurmálsaðferðina, hér er börnunum kennt að spila eins og þeim var kennt að tala," segir Anna Margrét en börnin í Suzuki námi læra að spila eftir eyranu. "Þegar þau verða læs, um 6 til 7 ára aldurinn, koma nóturnar svo inn í námið. Þessi aðferð er afar einstaklingsbundin og hver og einn fer á sínum hraða í gegnum námið." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×