Sólarljós gott gegn krabbameini 2. febrúar 2005 00:01 Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Þessar óvæntu niðurstöður komu í ljós, annars vegar í rannsókn sem gerð var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og hins vegar í rannsókn vísindamanna við háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í ljós kom að sólarljós hafði bætandi áhrif á bæði eitlakrabbamein, sem ekki er af Hodgkins-tegund, sem og illkynja húðkrabbamein. Samkvæmt sænsku rannsókninni er til að mynda 30-40% minni líkur á því að fólk sem stundar sólböð fái eitlakrabbamein. Vísindamennirnir slá varnagla og segja að kannski sé hægt að reka þessi jákvæðu áhrif sólarljóssins til þess að húð manna framleiðir D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sól. Það gæti því verið D-vítamínið frekar en sólarljósið sem veldur þessu. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega umdeildar því heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár rekið gríðarmikinn áróður gegn of miklum sólböðum. Reyndar munu þessar niðurstöður ekki hafa nein áhrif þar á því fólk er áfram hvatt til að verja húð sína gegn of mikilli sól enda geti hún valdið krabbameini. Erlent Heilsa Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Þessar óvæntu niðurstöður komu í ljós, annars vegar í rannsókn sem gerð var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og hins vegar í rannsókn vísindamanna við háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í ljós kom að sólarljós hafði bætandi áhrif á bæði eitlakrabbamein, sem ekki er af Hodgkins-tegund, sem og illkynja húðkrabbamein. Samkvæmt sænsku rannsókninni er til að mynda 30-40% minni líkur á því að fólk sem stundar sólböð fái eitlakrabbamein. Vísindamennirnir slá varnagla og segja að kannski sé hægt að reka þessi jákvæðu áhrif sólarljóssins til þess að húð manna framleiðir D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sól. Það gæti því verið D-vítamínið frekar en sólarljósið sem veldur þessu. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega umdeildar því heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár rekið gríðarmikinn áróður gegn of miklum sólböðum. Reyndar munu þessar niðurstöður ekki hafa nein áhrif þar á því fólk er áfram hvatt til að verja húð sína gegn of mikilli sól enda geti hún valdið krabbameini.
Erlent Heilsa Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira