Þróar sinn eigin stíl 1. febrúar 2005 00:01 "Tai Chi hentar mér mjög vel þar sem líkamlegar og andlegar æfingar sameinast. Auk þess þarf ekkert að hafa fyrir þessu, manni nægir smá pláss og getur jafnvel gert þetta heima hjá sér," segir David Lynch, sviðstjóri alþjóðasviðs Rauða Krossins, sem hefur stundað Tai Chi í næstum 15 ár. David ferðast mjög mikið og gerir hann æfingarnar oft á hótelherberginu sínu, en hann sækir einnig tíma í Heilsudrekanum. "Ég hef alltaf verið mikill keppnismaður og keppti meðal annars í rúgbí og hljóp maraþon. Mér finnst ágætt að stunda íþrótt þar sem keppni skiptir engu máli, og líkar mér vel við þann hugsunarhátt," segir David og tekur það fram að hver og einn getur stundað Tai Chi á sínum hraða. "Ég er mikið fyrir slökun og hreyfi mig ekki eins hratt og ég gerði, þannig að ég er ofboðslega rólegur. Hins vegar er líka hægt að dansa Tai Chi, og það er einn strákur í tímum í Heilsudrekanum sem hefur áhuga á að læra það með sverði og spjóti," segir David. Mikilvægt segir hann að fólk læri grunninn vel en svo geti fólk mætt í tíma eins og því henti og þróað sinn eigin stíl. "Maður reynir heilmikið á sig og þó ég geri allt hægt og rólega kem ég rennandi sveittur út úr tíma," segir David og hlær. "Það er svo gott að finna vöðvana sem eru upptrekktir allan daginn slakna smátt og smátt og teygjast aðeins," segir David, sem sækir Tai Chi í Heilsudrekanum tvisvar í viku og stundar einnig æfingar heima. "Þegar mikið álag er í vinnunni virkar Tai Chi eins og mótefni við því," segir David, sem getur ekki hugsað sér lífið án þess. Heilsa Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Tai Chi hentar mér mjög vel þar sem líkamlegar og andlegar æfingar sameinast. Auk þess þarf ekkert að hafa fyrir þessu, manni nægir smá pláss og getur jafnvel gert þetta heima hjá sér," segir David Lynch, sviðstjóri alþjóðasviðs Rauða Krossins, sem hefur stundað Tai Chi í næstum 15 ár. David ferðast mjög mikið og gerir hann æfingarnar oft á hótelherberginu sínu, en hann sækir einnig tíma í Heilsudrekanum. "Ég hef alltaf verið mikill keppnismaður og keppti meðal annars í rúgbí og hljóp maraþon. Mér finnst ágætt að stunda íþrótt þar sem keppni skiptir engu máli, og líkar mér vel við þann hugsunarhátt," segir David og tekur það fram að hver og einn getur stundað Tai Chi á sínum hraða. "Ég er mikið fyrir slökun og hreyfi mig ekki eins hratt og ég gerði, þannig að ég er ofboðslega rólegur. Hins vegar er líka hægt að dansa Tai Chi, og það er einn strákur í tímum í Heilsudrekanum sem hefur áhuga á að læra það með sverði og spjóti," segir David. Mikilvægt segir hann að fólk læri grunninn vel en svo geti fólk mætt í tíma eins og því henti og þróað sinn eigin stíl. "Maður reynir heilmikið á sig og þó ég geri allt hægt og rólega kem ég rennandi sveittur út úr tíma," segir David og hlær. "Það er svo gott að finna vöðvana sem eru upptrekktir allan daginn slakna smátt og smátt og teygjast aðeins," segir David, sem sækir Tai Chi í Heilsudrekanum tvisvar í viku og stundar einnig æfingar heima. "Þegar mikið álag er í vinnunni virkar Tai Chi eins og mótefni við því," segir David, sem getur ekki hugsað sér lífið án þess.
Heilsa Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp