Erfiðustu leikirnir, sagði Guðjón

"Ég veit ekki hvort fólk trúir því eða ekki en þetta eru erfiðustu leikirnir á svona stórmótum," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir leikinn en hann var líkt og aðrir leikmenn íslenska liðsins í lítilli sigurvímu. "Mér er alveg sama hvað við vinnum þessa leiki stórt því markatalan gegn liðum sem falla út skiptir engu máli. Við lentum í áfalli í gær (fyrradag) en við sýndum síðustu tíu mínúturnar að við erum með miklu betra lið en þeir. Tvö stig er nóg ég er mjög sáttur," sagði Guðjón Valur.