Hafa allir migið í saltan sjó 26. janúar 2005 00:01 Lið Stýrimannaskólans skipuðu Geir Fannar Zoega sem telur sig Siglfirðing en er uppalinn á Akureyri, Sveinn Hjörleifsson sem kveðst alvöru Akureyringur og Jón Hafliðason frá Bakkafirði. Geir játar að valið í liðið hafi verið frekar ólýðræðislegt. "Ég skráði skólann í keppnina og neyddi svo Svein og Jón til að koma með mér. Hugmyndin var bara að vera með og við náðum tveimur dögum í æfingar," segir hann. Úrslitin urðu 20-9 Menntaskólanum á Egilsstöðum í vil. "Þetta eru gáfumenn þarna fyrir austan en ég held að það hafi nú gleymst að telja eitthvað af stigunum okkar. Við þurfum að fara yfir það og mæta svo í viðtal á DV," segir Jón. Sveinn tekur undir það. "Fáum kannski forsíðuna: Dómarinn svindlaði." Dregur síðan í land. "Annars er stigavörðurinn myndarkona þannig að við viljum ekkert vera að klekkja á henni." Í spjalli á alvarlegri nótum kemur fram að námið í Stýrimannaskólanum tekur fjögur ár ef menn koma beint úr grunnskóla. Nemendur eru um 50 í föstu námi í vetur og auk þess allmargir í fjarnámi. Fiskimenn stefna mest á annað stigið. Þriðja stigið er fyrir farmenn og fjórða stigið fyrir Landhelgisgæsluna og er bara kennt þegar gæsluna vantar menn. "Þetta er ágæt menntun og við getum farið í aðra skóla í framhaldinu," segir Sveinn. Allir hafa þeir þremenningar migið í saltan sjó og verið á hinum ýmsu skipum og með margskonar veiðarfæri. "Þeir sem eru í þessu eru mest harðjaxlar sem hafa kynnst sjómannslífinu og kunna að meta það," segir Geir en skyldu þeir ætla að keppa aftur fyrir skólann sinn á næsta ári? "Nei, sumir okkar verða hættir og aðrir orðnir of gamlir. Það er nefnilega aldurstakmark í keppninni, þess vegna gátum við ekki tekið prófessorana með okkur." Nám Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Lið Stýrimannaskólans skipuðu Geir Fannar Zoega sem telur sig Siglfirðing en er uppalinn á Akureyri, Sveinn Hjörleifsson sem kveðst alvöru Akureyringur og Jón Hafliðason frá Bakkafirði. Geir játar að valið í liðið hafi verið frekar ólýðræðislegt. "Ég skráði skólann í keppnina og neyddi svo Svein og Jón til að koma með mér. Hugmyndin var bara að vera með og við náðum tveimur dögum í æfingar," segir hann. Úrslitin urðu 20-9 Menntaskólanum á Egilsstöðum í vil. "Þetta eru gáfumenn þarna fyrir austan en ég held að það hafi nú gleymst að telja eitthvað af stigunum okkar. Við þurfum að fara yfir það og mæta svo í viðtal á DV," segir Jón. Sveinn tekur undir það. "Fáum kannski forsíðuna: Dómarinn svindlaði." Dregur síðan í land. "Annars er stigavörðurinn myndarkona þannig að við viljum ekkert vera að klekkja á henni." Í spjalli á alvarlegri nótum kemur fram að námið í Stýrimannaskólanum tekur fjögur ár ef menn koma beint úr grunnskóla. Nemendur eru um 50 í föstu námi í vetur og auk þess allmargir í fjarnámi. Fiskimenn stefna mest á annað stigið. Þriðja stigið er fyrir farmenn og fjórða stigið fyrir Landhelgisgæsluna og er bara kennt þegar gæsluna vantar menn. "Þetta er ágæt menntun og við getum farið í aðra skóla í framhaldinu," segir Sveinn. Allir hafa þeir þremenningar migið í saltan sjó og verið á hinum ýmsu skipum og með margskonar veiðarfæri. "Þeir sem eru í þessu eru mest harðjaxlar sem hafa kynnst sjómannslífinu og kunna að meta það," segir Geir en skyldu þeir ætla að keppa aftur fyrir skólann sinn á næsta ári? "Nei, sumir okkar verða hættir og aðrir orðnir of gamlir. Það er nefnilega aldurstakmark í keppninni, þess vegna gátum við ekki tekið prófessorana með okkur."
Nám Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira