Tríóið sem tékkaði sig inn 24. janúar 2005 00:01 Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri. Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum