Tríóið sem tékkaði sig inn 24. janúar 2005 00:01 Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri. Íslenski handboltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira