Það er karakter í liðinu 23. janúar 2005 00:01 Lokakaflinn í leik Íslands og Tékklands á HM í Túnis í gær minnti um margt á gömlu góðu tímana. Þá sást barátta og kjarkur sem hefur verið sárt saknað hjá landsliðinu í nokkurn tíma. Mest af öllu þá höfðu strákarnir trú á sjálfum sér og því sem þeir eru að gera en slíkt sjálfstraust var ekki til staðar á síðasta stórmóti. Með viljann að vopni snéri íslenska liðið töpuðum leik sér í hag og nældi í jafntefli, 34-34. Með örlítilli heppni hefði liðið hreinlega getað unnið leikinn. Það hefði aftur á móti verið rán því íslenska liðið var skelfilega lélegt í 45 mínútur. Aðeins er eitt hægt að segja um varnarleikinn á þessum kafla – glæpsamlegur. Það lak allt inn og 20 mörk Tékka í fyrri hálfleik segja sína sögu. Viggó prufaði fjórar varnaraðferðir í fyrri hálfleik en það skilaði engu. Þennan hluta verður að laga ætli liðið sér eitthvað á þessu móti. Sóknarleikurinn var ansi stirðbusalegur lengi vel. Leikmenn voru mjög stífir og óöryggir í sínum aðgerðum. Leikkerfi gengu engan veginn upp og talsvert var um klaufamistök. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður hefðu mörg lið pakkað saman. Staðan var þá 28-19 fyrir Tékka og leikurinn svo gott sem tapaður. Þá gerðist eitthvað í kolli leikmanna því þeir byrjuðu að berjast fyrir lífi sínu og voru augljóslega til í að leggja líf og limi undir til þess að fá eitthvað úr leiknum. Á sama tíma fór allur vindur úr Tékkum. Þeir voru gjörsamlega keyrðir í kaf og voru heppnir að tapa ekki leiknum undir lokin því íslenska liðið fékk klárlega færi til þess að klára leikinn. Ólafur Stefánsson bar af eins og oft áður í íslenska liðinu. Hann skoraði glæsileg mörk og lagði upp fjölda annarra. Hann gerði sér síðan lítið fyrir og vippaði yfir tékkneska markvörðinn, Martin Galia, í vítinu undir lokin. Þvílíkur kuldi. Ekki hefði ég viljað vera í sporum Ólafs ef Galia hefði gripið boltann. Blessunarlega gerði hann það ekki því vítið var mjög öruggt. Markús Máni átti stórleik í sínum fyrsta leik á stórmóti, skoraði sex fín mörk og klúðraði aðeins einu skoti. Slík tölfræði sást sjaldan hjá forvera hans í þessari stöðu. Guðjón Valur var frábær í síðari hálfleik og innkoma Arnórs Atlasonar og Birkis Ívars Guðmundssonar var eftirminnileg. Þeir eiga stóran hluta í þessu stigi. Aðrir leikmenn eiga mikið inni. Það er í raun ótrúlegt að vera með stig eftir að hafa verið grátlega slakir í 45 mínútur í leik á HM. Það hefði ekki verið gæfulegt að standa eftir með núll stig eftir þennan leik en lokakaflinn hlýtur að gefa leikmönnum liðsins gríðarlega mikið sjálfstraust og verður áhugavert að sjá hvernig þeir mæta til leiks gegn Slóvenum á þriðjudag. Þeir vita eftir leikinn hvernig þeir þurfa að spila til að vinna - af baráttu, kjarki og einstökum dugnaði. Þannig spila "strákarnir okkar" og þeir eru komnir aftur. Veriði velkomnir. Íslenski handboltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Sjá meira
Lokakaflinn í leik Íslands og Tékklands á HM í Túnis í gær minnti um margt á gömlu góðu tímana. Þá sást barátta og kjarkur sem hefur verið sárt saknað hjá landsliðinu í nokkurn tíma. Mest af öllu þá höfðu strákarnir trú á sjálfum sér og því sem þeir eru að gera en slíkt sjálfstraust var ekki til staðar á síðasta stórmóti. Með viljann að vopni snéri íslenska liðið töpuðum leik sér í hag og nældi í jafntefli, 34-34. Með örlítilli heppni hefði liðið hreinlega getað unnið leikinn. Það hefði aftur á móti verið rán því íslenska liðið var skelfilega lélegt í 45 mínútur. Aðeins er eitt hægt að segja um varnarleikinn á þessum kafla – glæpsamlegur. Það lak allt inn og 20 mörk Tékka í fyrri hálfleik segja sína sögu. Viggó prufaði fjórar varnaraðferðir í fyrri hálfleik en það skilaði engu. Þennan hluta verður að laga ætli liðið sér eitthvað á þessu móti. Sóknarleikurinn var ansi stirðbusalegur lengi vel. Leikmenn voru mjög stífir og óöryggir í sínum aðgerðum. Leikkerfi gengu engan veginn upp og talsvert var um klaufamistök. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður hefðu mörg lið pakkað saman. Staðan var þá 28-19 fyrir Tékka og leikurinn svo gott sem tapaður. Þá gerðist eitthvað í kolli leikmanna því þeir byrjuðu að berjast fyrir lífi sínu og voru augljóslega til í að leggja líf og limi undir til þess að fá eitthvað úr leiknum. Á sama tíma fór allur vindur úr Tékkum. Þeir voru gjörsamlega keyrðir í kaf og voru heppnir að tapa ekki leiknum undir lokin því íslenska liðið fékk klárlega færi til þess að klára leikinn. Ólafur Stefánsson bar af eins og oft áður í íslenska liðinu. Hann skoraði glæsileg mörk og lagði upp fjölda annarra. Hann gerði sér síðan lítið fyrir og vippaði yfir tékkneska markvörðinn, Martin Galia, í vítinu undir lokin. Þvílíkur kuldi. Ekki hefði ég viljað vera í sporum Ólafs ef Galia hefði gripið boltann. Blessunarlega gerði hann það ekki því vítið var mjög öruggt. Markús Máni átti stórleik í sínum fyrsta leik á stórmóti, skoraði sex fín mörk og klúðraði aðeins einu skoti. Slík tölfræði sást sjaldan hjá forvera hans í þessari stöðu. Guðjón Valur var frábær í síðari hálfleik og innkoma Arnórs Atlasonar og Birkis Ívars Guðmundssonar var eftirminnileg. Þeir eiga stóran hluta í þessu stigi. Aðrir leikmenn eiga mikið inni. Það er í raun ótrúlegt að vera með stig eftir að hafa verið grátlega slakir í 45 mínútur í leik á HM. Það hefði ekki verið gæfulegt að standa eftir með núll stig eftir þennan leik en lokakaflinn hlýtur að gefa leikmönnum liðsins gríðarlega mikið sjálfstraust og verður áhugavert að sjá hvernig þeir mæta til leiks gegn Slóvenum á þriðjudag. Þeir vita eftir leikinn hvernig þeir þurfa að spila til að vinna - af baráttu, kjarki og einstökum dugnaði. Þannig spila "strákarnir okkar" og þeir eru komnir aftur. Veriði velkomnir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Sjá meira