Segir árásir flokksfélaga grófar 23. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira