Ungu strákarnir gefa nýja sýn 22. janúar 2005 00:01 Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. "Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður vonandi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum," sagði Ólafur sem hefur augljóslega gaman af ungu strákunum. "Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað." Ólafur var óvenju yfirlýsingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lágstemmdari að þessu sinni. "Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eigum að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann." Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. "Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki," sagði Ólafur léttur í bragði. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. "Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður vonandi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum," sagði Ólafur sem hefur augljóslega gaman af ungu strákunum. "Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað." Ólafur var óvenju yfirlýsingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lágstemmdari að þessu sinni. "Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eigum að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann." Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. "Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki," sagði Ólafur léttur í bragði.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira