Rangar fullyrðingar 21. janúar 2005 00:01 Nokkra athygli vakti á dögunum þegar einn nánasti trúnaðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, sagði í sjónvarpsþættinum Silfri Egils á Stöð 2 að ekki hefði verið leitað eftir samþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að nafn landsins yrði sett á hinn fræga lista staðfastra þjóða er veittu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak í mars 2003 pólitískan stuðning. Listinn hefði verið tilbúningur Karls Rove, ráðgjafa Bandaríkjaforseta. Pétur Gunnarsson áréttaði þetta í grein sem hann ritaði í Tímann, vefrit Framsóknarflokksins, fyrir viku. Vegna eðlis málsins verður að ætla að sú grein hafi verið rituð í samráði við forsætisráðherra. Þar segir orðrétt: "Það var Karl Rove sem bjó til hugtakið "Listi hinna staðföstu þjóða". Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista, það var almannatengslaákvörðun, tekin í Hvíta húsinu, í því skyni að koma pólitískum skilaboðum á framfæri á einfaldan hátt við bandarískan almenning. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð heldur starfsmenn Hvíta hússins og forseti Bandaríkjanna". Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að þetta er ekki rétt. Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina var tekin, skýrði Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, frá því aðspurður að Ísland hefði lent á lista hinna staðföstu þjóða eftir samtöl á milli embættismanna í forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Vitneskja um og samþykki fyrir því að Ísland yrði á lista sem birtur yrði heimsbyggðinni innrásinni til framdráttar var samkvæmt þessu fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum áður en til innrásarinnar kom. Þau geta því ekki vikið sér undan ábyrgð og reynt að koma henni yfir á starfsmenn Hvíta hússins og forseta Bandaríkjanna. Í ljósi ofangreinds vakna spurningar um það hvað vakað hafi fyrir samstarfsmanni forsætisráðherra með ummælum sínum og skrifum. Voru honum sjálfum ekki ljósar staðreyndir málsins? Fékk hann ekki réttar upplýsingar hjá forsætisráðherra? Erfitt er að trúa því að ætlunin hafi verið að hafa í frammi vísvitandi blekkingar. Í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu í gær segir að Framsóknarflokkurinn hafi komið sér upp svokölluðum "spin doktorum", sem hér á landi eru stundum kallaðir spunameistarar. Slíkir menn sjá um áróðurs- og kynningarmál fyrir stjórnmálamenn og leitast við að sýna þá og flokka þeirra í sem hagstæðustu ljósi. Morgunblaðið segir að spunameisturum Framsóknarflokksins hafi mistekist gagnvart fjölmiðlum í Íraksmálinu. Þar er síst of fast að orði kveðið. Þýðingarmeira er þó að ríkisstjórninni hefur mistekist gagnvart þjóðinni í Íraksmálinu. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna og starfsmenn þeirra hafa orðið margsaga um málið allt. Það er óviðunandi í lýðræðisríki. Frétt Fréttablaðsins í dag færir kröfunni um opinbera rannsókn málsins aukið vægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Nokkra athygli vakti á dögunum þegar einn nánasti trúnaðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, sagði í sjónvarpsþættinum Silfri Egils á Stöð 2 að ekki hefði verið leitað eftir samþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að nafn landsins yrði sett á hinn fræga lista staðfastra þjóða er veittu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak í mars 2003 pólitískan stuðning. Listinn hefði verið tilbúningur Karls Rove, ráðgjafa Bandaríkjaforseta. Pétur Gunnarsson áréttaði þetta í grein sem hann ritaði í Tímann, vefrit Framsóknarflokksins, fyrir viku. Vegna eðlis málsins verður að ætla að sú grein hafi verið rituð í samráði við forsætisráðherra. Þar segir orðrétt: "Það var Karl Rove sem bjó til hugtakið "Listi hinna staðföstu þjóða". Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista, það var almannatengslaákvörðun, tekin í Hvíta húsinu, í því skyni að koma pólitískum skilaboðum á framfæri á einfaldan hátt við bandarískan almenning. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð heldur starfsmenn Hvíta hússins og forseti Bandaríkjanna". Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að þetta er ekki rétt. Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina var tekin, skýrði Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, frá því aðspurður að Ísland hefði lent á lista hinna staðföstu þjóða eftir samtöl á milli embættismanna í forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Vitneskja um og samþykki fyrir því að Ísland yrði á lista sem birtur yrði heimsbyggðinni innrásinni til framdráttar var samkvæmt þessu fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum áður en til innrásarinnar kom. Þau geta því ekki vikið sér undan ábyrgð og reynt að koma henni yfir á starfsmenn Hvíta hússins og forseta Bandaríkjanna. Í ljósi ofangreinds vakna spurningar um það hvað vakað hafi fyrir samstarfsmanni forsætisráðherra með ummælum sínum og skrifum. Voru honum sjálfum ekki ljósar staðreyndir málsins? Fékk hann ekki réttar upplýsingar hjá forsætisráðherra? Erfitt er að trúa því að ætlunin hafi verið að hafa í frammi vísvitandi blekkingar. Í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu í gær segir að Framsóknarflokkurinn hafi komið sér upp svokölluðum "spin doktorum", sem hér á landi eru stundum kallaðir spunameistarar. Slíkir menn sjá um áróðurs- og kynningarmál fyrir stjórnmálamenn og leitast við að sýna þá og flokka þeirra í sem hagstæðustu ljósi. Morgunblaðið segir að spunameisturum Framsóknarflokksins hafi mistekist gagnvart fjölmiðlum í Íraksmálinu. Þar er síst of fast að orði kveðið. Þýðingarmeira er þó að ríkisstjórninni hefur mistekist gagnvart þjóðinni í Íraksmálinu. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna og starfsmenn þeirra hafa orðið margsaga um málið allt. Það er óviðunandi í lýðræðisríki. Frétt Fréttablaðsins í dag færir kröfunni um opinbera rannsókn málsins aukið vægi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun