
Innlent
Árni Þór og Kristján Ra ákærðir
Kristján Ragnar Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon, kenndir við Skjá einn, hafa ásamt þremur öðrum mönnum verið ákærðir fyrir stórfelld skattalagabrot. Málið varðar vanskil á sjötta tug milljóna króna í vörslusköttum, virðisaukasköttum og staðgreiðslu. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Kristján og Árni voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Landssímamálinu. Skattamálið nú verður þingfest í Héraðsdómi á næstu dögum. Það nær yfir þriggja ára tímabil og varðar starfsemi í fimm fyrirtækjum.