
Innlent
Reyndist einnig vera með LSD

Brasilísk kona sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 850 grömmum af kókaíni var einnig með um tvö þúsund skammta af LSD. LSD-sýran var í töfluformi sem falin var í leggöngum konunnar en hún kom til landsins rétt fyrir jól. Ekki var vitað fyrr en nú í vikunni hvers kyns töflurnar voru sem konan var með. Töflurnar sem sendar voru til greiningar voru mjög smáar. Kókaínið sem konan reyndi að smyglað var pakkað inn í pakkningar sem huldu nánast læri hennar. Efnunum var vel komið fyrir og mátti vart greina pakkningarnar þótt hún hafi verið í frekar þröngum buxum. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald skömmu eftir komuna til landsins, fyrst í þrjár vikur sem síðar var framlengt til ellefta febrúar. Mjög mikið var tekið af LSD á síðasta ári eða um 4000 þúsund skammtar sem er mun meira en síðustu ár þar á undan. Árið 2003 náðist einn skammtur af LSD.