Gaman að sjá Svanavatnið 20. janúar 2005 00:01 Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það." Ferðalög Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það."
Ferðalög Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“