Baðstofan eins og nýr heimur 18. janúar 2005 00:01 "Ég æfi í World Class í Laugum og er með kort sem veitir mér aðgang í baðstofuna sem er eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi. Baðstofan hefur svo sannarlega gert lífið betra. Það er yndislegur staður og hann gerir það að verkum að ég fer oftar í ræktina. Það er góð tilfinning að vita að baðstofan bíður niðri í kjallara eftir æfingu," segir Ísleifur sem sparar ekki góðu orðin um stofuna. "Að koma inn í baðstofuna er eins og að koma inn í annan heim. Þar er maður í inniskóm og slopp og hefur það huggulegt. Þar eru átta eða níu mismundandi gufur með mismunandi ilmi og stemningu, pottur, bar, veitingastaður og hvíldarherbergi þar sem maður steinsofnar. Þar eru stólar og arinn og voðalega kósí. Ég fer með alla útlendinga sem ég býð til landsins í baðstofuna. Þeir eru góðu vanir en þeir eru rosalega hrifnir þegar þeir koma þangað inn." Þó að baðstofan sé hugguleg þá eyðir Ísleifur líka talsverðum tíma í sjálfum tækjasalnum og passar mataræðið. "Ég hleyp og lyfti. Ég er ekki með neinn þjálfara eða í neinum tímum. Ég borða líka hollan mat. Ég borða ekkert kjöt nema kjúkling og borða mikið á grænmetisstöðum eins og Grænum kosti og Á næstu grösum. Þeir gera manni svo auðvelt að taka með sér hollan grænmetismat þegar mikið er að gera því maturinn er tilbúinn á staðnum og þetta tekur enga stund. Þetta er líka bara grænmeti. Alveg rosalega gott og hollt," segir Ísleifur nýstiginn út af Á næstu grösum og endurnærður fyrir amstur dagsins. Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég æfi í World Class í Laugum og er með kort sem veitir mér aðgang í baðstofuna sem er eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi. Baðstofan hefur svo sannarlega gert lífið betra. Það er yndislegur staður og hann gerir það að verkum að ég fer oftar í ræktina. Það er góð tilfinning að vita að baðstofan bíður niðri í kjallara eftir æfingu," segir Ísleifur sem sparar ekki góðu orðin um stofuna. "Að koma inn í baðstofuna er eins og að koma inn í annan heim. Þar er maður í inniskóm og slopp og hefur það huggulegt. Þar eru átta eða níu mismundandi gufur með mismunandi ilmi og stemningu, pottur, bar, veitingastaður og hvíldarherbergi þar sem maður steinsofnar. Þar eru stólar og arinn og voðalega kósí. Ég fer með alla útlendinga sem ég býð til landsins í baðstofuna. Þeir eru góðu vanir en þeir eru rosalega hrifnir þegar þeir koma þangað inn." Þó að baðstofan sé hugguleg þá eyðir Ísleifur líka talsverðum tíma í sjálfum tækjasalnum og passar mataræðið. "Ég hleyp og lyfti. Ég er ekki með neinn þjálfara eða í neinum tímum. Ég borða líka hollan mat. Ég borða ekkert kjöt nema kjúkling og borða mikið á grænmetisstöðum eins og Grænum kosti og Á næstu grösum. Þeir gera manni svo auðvelt að taka með sér hollan grænmetismat þegar mikið er að gera því maturinn er tilbúinn á staðnum og þetta tekur enga stund. Þetta er líka bara grænmeti. Alveg rosalega gott og hollt," segir Ísleifur nýstiginn út af Á næstu grösum og endurnærður fyrir amstur dagsins.
Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira