Verðum ekki meðal sex efstu 17. janúar 2005 00:01 "Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Geir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og eru þeir fáir sem þekkja íslenskan handbolta eða handboltamenn betur en hann. Segir Geir að ýmislegt ætti að hjálpa landsliðinu í Túnis en kalt mat á stöðunni sé að á brattann verði að sækja fyrir landann. "Það jákvæða er að þarna erum við að mæta til leiks með nýjan hóp og nýjan þjálfara og það er að mínu viti lítil sem engin pressa á liðinu. Það munar miklu fyrir marga af þessum nýju strákum að geta spilað án þess að hafa áhyggjur af miklum væntingum. Þannig er nokk sama hvernig fer að landsliðsþjálfarinn getur alltaf gripið til þeirra skýringa að liðið sé nýtt og tíma taki að þjappa slíkum hóp saman." Þrátt fyrir þessa annmarka hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari látið hafa eftir sér að takmark íslenska liðsins sé að ná einu af efstu sex sætunum á mótinu. Geir telur líkurnar á því litlar sem engar. "Mín tilfinning er sú að við komumst ekki í hóp sex efstu miðað við þá andstæðinga sem við erum að takast á við.Til að ná sjötta sætinu þurfum við að vera í einu af þremur efstu sætunum í milliriðli og það aftur þýðir að við þurfum helst að sigra okkar eigin riðil og það er aðeins meira en að segja það." Í B riðli eru auk Íslands, Slóvenía, Rússland, Alsír, Tékkland og Kúveit en takist Íslendingum að klára riðilinn í fyrsta eða öðru sæti taka ekki við auðveldari lið í milliriðlum eða Frakkar og Danir. "Sé miðað við hversu sterkar þessar þjóðir eru þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að við náum ekki sjötta sæti, hvað þá að vera ofar en það." Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira
"Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Geir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og eru þeir fáir sem þekkja íslenskan handbolta eða handboltamenn betur en hann. Segir Geir að ýmislegt ætti að hjálpa landsliðinu í Túnis en kalt mat á stöðunni sé að á brattann verði að sækja fyrir landann. "Það jákvæða er að þarna erum við að mæta til leiks með nýjan hóp og nýjan þjálfara og það er að mínu viti lítil sem engin pressa á liðinu. Það munar miklu fyrir marga af þessum nýju strákum að geta spilað án þess að hafa áhyggjur af miklum væntingum. Þannig er nokk sama hvernig fer að landsliðsþjálfarinn getur alltaf gripið til þeirra skýringa að liðið sé nýtt og tíma taki að þjappa slíkum hóp saman." Þrátt fyrir þessa annmarka hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari látið hafa eftir sér að takmark íslenska liðsins sé að ná einu af efstu sex sætunum á mótinu. Geir telur líkurnar á því litlar sem engar. "Mín tilfinning er sú að við komumst ekki í hóp sex efstu miðað við þá andstæðinga sem við erum að takast á við.Til að ná sjötta sætinu þurfum við að vera í einu af þremur efstu sætunum í milliriðli og það aftur þýðir að við þurfum helst að sigra okkar eigin riðil og það er aðeins meira en að segja það." Í B riðli eru auk Íslands, Slóvenía, Rússland, Alsír, Tékkland og Kúveit en takist Íslendingum að klára riðilinn í fyrsta eða öðru sæti taka ekki við auðveldari lið í milliriðlum eða Frakkar og Danir. "Sé miðað við hversu sterkar þessar þjóðir eru þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að við náum ekki sjötta sæti, hvað þá að vera ofar en það."
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira