Urðum að leita skjóls 16. janúar 2005 00:01 Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira