Nöfnin fari hugsanlega á Netið 13. janúar 2005 00:01 Samtök lögmanna í Noregi og Danmörku birta á Netinu nöfn þeirra lögmanna sem verða uppvísir að afglöpum í starfi. Slíkt er ekki gert hér á landi en formaður Lögmannafélagsins útilokar ekki að þessu fordæmi verði fylgt. Úrskurðarnefnd lögmanna í Danmörku birti nýlega í fyrsta sinn nafn lögmanns á heimasíðu sinni sem hefur verið fundinn sekur um afglöp í starfi og hlotið sekt fyrir. Í dönskum fjölmiðlum er sagt að þetta sé gert til að almenningur hafi tækifæri til að sneiða hjá slíkum lögmönnum. Norska lögmannafélagið hefur gert þetta um nokkurt skeið, en hvernig ætli málum sé háttað hér á landi? Gestur Jónsson, fomaður úrskurðarnefndar lögmanna, segir að nafnleynd sé meginreglan en heimilt sé að víkja frá henni í sérstökum tilvikum. Hann segir að frá því að úrskurðarnefndin hafi tekið til starfa sumarið 1999 hafi þeirri heimild aldrei verið beitt. Gestur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvernig almenningur eigi að geta varast þá lögmenn sem ekki standa sig í stykkinu ef slíkar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar. Menn skapi sér orðspor og með þeim hætti velji fólk sér þá sem það getur treyst. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt í stjórn félagsins. Hann segir sjálfur að það truflaði hann ekki þótt nöfn þeirra lögmanna sem gerðust sekir um afglöp í starfi yrðu birt á Netinu. Slíkt auki aðhald með lögmönnum og segir hann öruggt að þessu verði velt upp hér á landi ef þetta festist í sessi á meðal annarra Norðurlandaþjóða enda fylgi íslenskir lögmenn oft góðu fordæmi norrænna starfsbræðra sinna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Samtök lögmanna í Noregi og Danmörku birta á Netinu nöfn þeirra lögmanna sem verða uppvísir að afglöpum í starfi. Slíkt er ekki gert hér á landi en formaður Lögmannafélagsins útilokar ekki að þessu fordæmi verði fylgt. Úrskurðarnefnd lögmanna í Danmörku birti nýlega í fyrsta sinn nafn lögmanns á heimasíðu sinni sem hefur verið fundinn sekur um afglöp í starfi og hlotið sekt fyrir. Í dönskum fjölmiðlum er sagt að þetta sé gert til að almenningur hafi tækifæri til að sneiða hjá slíkum lögmönnum. Norska lögmannafélagið hefur gert þetta um nokkurt skeið, en hvernig ætli málum sé háttað hér á landi? Gestur Jónsson, fomaður úrskurðarnefndar lögmanna, segir að nafnleynd sé meginreglan en heimilt sé að víkja frá henni í sérstökum tilvikum. Hann segir að frá því að úrskurðarnefndin hafi tekið til starfa sumarið 1999 hafi þeirri heimild aldrei verið beitt. Gestur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvernig almenningur eigi að geta varast þá lögmenn sem ekki standa sig í stykkinu ef slíkar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar. Menn skapi sér orðspor og með þeim hætti velji fólk sér þá sem það getur treyst. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt í stjórn félagsins. Hann segir sjálfur að það truflaði hann ekki þótt nöfn þeirra lögmanna sem gerðust sekir um afglöp í starfi yrðu birt á Netinu. Slíkt auki aðhald með lögmönnum og segir hann öruggt að þessu verði velt upp hér á landi ef þetta festist í sessi á meðal annarra Norðurlandaþjóða enda fylgi íslenskir lögmenn oft góðu fordæmi norrænna starfsbræðra sinna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira