Úr gæslu fyrir mistök 13. janúar 2005 00:01 Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira